Halló

0101 er með skrifstofur á Grandanum og Belgrade í Serbíu. Við erum 5 manna teymi sem samanstendur af verkfræðingum, forriturum og hönnuðum. Í ofanálag erum við með sambönd við hina og þess verktaka hérlendis sem erlendis sem geta gert hluti sem við treystum okkur ekki í innanhús.

upplýsingar

hallo@0101.is
Grandagarður 9
Belgrade, Serbía
s. 888-0101
s. 69-0101-0

Verkin okkar

Fantasy körfubolti

OKKAR ÁLIT

Ágætlega heppnað við erfiðar aðstæður. Enginn af okkur vitandi hefur áður gert fantasy leik fyrir aðrar íþróttir en fótbolta á Íslandi.
Leikurinn kom út fyrir tímabilið 2019 í mikilli tímaþröng og fyrsta útgáfa alls ekki nógu góð. Útgáfa 2 sem var gefin út 2 vikum síðar töluvert betri.

Einkunn: 6.5 (mobile 8, desktop 5)

NÆSTU SKREF

Þetta var fyrsti leikurinn og stóra planið er að gefa leikinn út í fleiri deildum, helst smærri local deildum sem svipar til Íslands. Við munum nota seinni part sumars í að betrumbæta leikinn og koma með töluvert bætta vöru fyrir komandi tímabil í körfunni á Íslandi og vonandi einu landi í viðbót.

SÝNISHORN

Pikkið

OKKAR ÁLIT

Við erum töluvert ánægð með þennan leik. Upprunalega átti þetta að vera fantasy leikur gerður á grunni körfuboltaleiksins sem hefði sparað okkur tíma og peninga. Eftir mikla rannsókn komumst við þó að því að það er erfitt að gera almennilegan fantasy leik fyrir íslenska fótboltann vegna skorts á tölfræðigögnum. Úr varð til Pikkið, einfaldur 1x2 leikur sem allir geta spilað.

Einkunn: 8.5 (concept og mobile uppá 9, aftur hefði mátt gera betur í desktop-upplifun.)

NÆSTU SKREF

Leikur númer 2, svakalegar framfarir í gæðum, skalanleika og möguleikum. Planið er að klára íslensku deildina, vonandi í KK og KVK.
Eftir það ætlum við að reka leikinn með einni deild fyrir Ísland (EPL sennilega) og opna á 1-2 öðrum mörkuðum í haust fyrir aðrar deildir eða íþróttir. Snilldin við Pikkið er að hægt er að búa til nýja útgáfu fyrir aðrar deildir og íþróttir á klukkustundum.

SÝNISHORN

Project Skor

OKKAR ÁLIT

Þetta verður eitthvað. Megum eiginlega ekki tala um þetta en okkur langaði að setja eitthvað. Þessi vara verður flaggskipið okkar.
Við erum að tala um hugbúnað, við erum að tala um vélbúnað, við erum að tala um gervigreind.

Einkunn: Þetta verður 10 ef allt gengur upp.

NÆSTU SKREF

Áætlað er að varan fari í loftið í lok þessa árs í samstarfi við frábæra aðila.

Ef allt gengur eftir verðum við sennilega ríkir eða allir munu að minnsta kosti halda að við séum einhverskonar snillingar.

SÝNISHORN

0101.is

OKKAR ÁLIT

Margir halda eflaust að þetta sé eitthvað sprell eða við séum alveg ruglaðir. Markmið okkar með þessu var upprunalega að gera nafnspjald og bæta svo við verkefnum sem við gerum.

Auðvelt hefði verið að fara öruggu leiðina sem stuðar pottþétt engan. Þessi síða er tilraun sem er einhverskonar blanda af algjörri hreinskilni og smá listrænni tjáningu.

Einkunn: Vitum ekki. Gæti verið tóm snilld eða algjört rugl.

NÆSTU SKREF

Okkur langar að hafa meiri grafíska upplifun á forsíðunni - og þá erum við að tala um Gucci SS18 stemningu. Við höfðum bara ekki tíma í það því miður

Við reiknum með áframhaldandi þróun á síðunni og þýðingu á fleiri tungumál á þessu ári.

Hugmyndabanki

Við höldum úti lista með öllum hugmyndum sem við fáum. Reglulega tökum við svo til í þessum lista og sjáum hvort það sé hægt að búa til viðskiptamódel úr þessum hugmyndum. Oftast enda hugmyndir í ruslinu en það eru alltaf einhverjar sem standa eftir. Hér er hluti af listanum, ef þú hefur áhuga á einhverjum þeirra máttu nýta þér þær eða heyra í okkur.

  • Áskriftarmódel fyrir félög, með happdrætti/lottó twisti.
  • Eurovision-leikur (þessi kemur pottþétt, eigum eftir að klára leikreglur samt)
  • Coupon-app
  • 0101 Gullegg - borgum x fyrir hugmynd ef við notum hana.
  • Lottó með mystery boxes
  • Fjármálalæsis-app